top of page

Snúin kerti!

Það hefur verið mjög vinsælt upp á síðkastið að gera snúin kerti. Ég hef verið að gera nokkur og lét þau fylgja með nokkrum jólapökkum sem heppnaðist mjög vel og það voru allir ánægðir að fá svona auka gjöf.

Mig langar að sýna ykkur hvernig ég geri þetta og ég vona að þetta tutorial muni gagnast ykkur sem viljið sjálf gera snúin kerti :)

Ég mæli með að kaupa kertin í Tiger afþví þau eru með svo margra liti og þau kosta bara 100kr stk!


Það sem þú þarft að hafa:

  • Kerti

  • Vask með heitu vatni

  • Tvær könnur

  • Bökunarpappír

  • Glerkrukku


Skref 1: Ég læt heitt vatn renna í könnu og set nokkur kerti ofaní könnuna, vatnið má alls ekki vera sjóðandi heitt afþví þá bráðnar vaxið og það viljum við ekki. Ég leyfi kertunum að mýkjast upp í sirka 15 mínútur og læt vatnið renna allan tímann til þess að vatnið kólni ekki.
Skref 2: Þegar kertin eru orðin lin eins og spagettí þá tek ég eitt kerti og legg það á bökunarpappír og svo flet ég það út með glerkrukku þangað til að það er orðið hálfur-einn sentimeter á þykkt.
Skref 3: Ég tek kertið upp og held uppi og niðri og sný svo kertinu í sitthvora áttina. Það er hægt að snúa lítið eða mikið, bara það sem manni finnst flott.Skref 4: Þegar kertið er orðið flott þá passa ég að það sé beint svo það geti staðið í kertastjaka og svo læt ég kertið ofan í könnu af ísköldu vatni til þess að það verði aftur hart.Viola! Núna er kertið tilbúið!

Það er hægt að hafa kertin sem skraut en svo má auðvitað líka kveikja á þeim, þetta er ódýr og falleg gjöf sem er hægt að gefa við alls konar tilefni.

Endilega sendið mér ef þið prófið þetta og segið mér hvernig gekk <3

Comments


bottom of page