top of page

Útskriftarferðin til Mexico 2019!

Ég ætla að segja aðeins frá útskriftarferðinni til Mexico sem ég fór í sumarið 2019 þegar ég útskrifaðist úr Kvennó! Þetta var það allra skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og ég mæli með að allir fari allavega einu sinni í svona ferð!! Þetta eru bestu minningar sem ég á. Við lögðum af stað frá Keflavíkurflugvelli um hádegi þann 2.júní og flugum til New York og gistum þar eina nótt og morguninn eftir var ferðinni haldið áfram til Mexico!!! Þegar við lentum í Mexico fórum við með rútu á hótelið okkar, Hotel Viva Wyndham Maya sem er frábært 4 stjörnu all inclusive hotel þannig við þurftum aldrei að fara neitt til þess að kaupa okkur mat eða drykki, það var bara allt inní verðinu! Barinn var opinn allan sólarhringinn og á barnum var líka snakkbar opinn allan sólarhringinn þannig það var ómögulegt að verða svangur. Það var matsalur með hlaðborð á morgnanna, í hádeginu og um kvöldmatarleytið, en svo voru líka veitingastaðir inná hótelsvæðinu sem maður gat pantað borð á. Við fórum einu sinni að borða á einum ekta Mexico stað og fengum Sombrero hatta og alltof mikið af Tequila hahahah. Hótelið er við strönd og það var svo næs!! Það er staðsett í litlum bæ sem heitir Playa del Carmen og hótelið er inná mjög öruggu svæði þar sem eru verðir allan sólarhringinn og það kemst enginn inní hverfið án þess að sýna vörðunum að maður annað hvort búi þarna eða sé á hóteli í hverfinu. Það var mjög gott að sjá alltaf verði útum allt og þá fann maður fyrir öryggi þar sem Mexico er ekki alveg öruggasta land í heimi. Við vorum alls ekki eini menntaskólinn sem fór í þessa útskriftarferð og var hótelið okkar fullt af íslenskum krökkum á sama aldri og við og það var auðvitað bara plús og maður kynntist fullt af nýjum vinum!


Ströndin við hótelið!


Dagarnir einkenndust af mikilli hamingju, djammi, sólböðum og hlátursköstum. Flesta daga vorum við á sundlaugarbakkanum á hótelinu eða á ströndinni yfir daginn og fórum svo að djamma á skemmtistöðum á kvöldin. B5 og Prikið eiga náttúrulega ekki breik í staðina sem við fórum á! Það var svo ótrúlega gaman að djamma í allt annari menningu en við erum vön og það var allt svo extra!! Uppáhalds skemmtistaðurinn okkar heitir Mandala og ef þú ferð til Playa del Carmen þá verðuru að fara á Mandala og dansa í marga klukkutíma!! Svo má alls ekki gleyma aðal skemmtistaðnum, Coco Bongo! Þaaaað var bara eitthvað allt annað en maður er vanur! Staðurinn er á nokkrum hæðum og það eru sýningar allt kvöldið, öll kvöld. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum þannig ég læt nokkrar myndir fylgja og þið getið séð video í highlights hjá mér á Instagram! Þetta var eins og að vera komin í bíómynd vegna þess að þetta var svo mikilfenglegt og ótrúlega skemmtilegt!! Við eignuðumst vin sem vinnur á Coco Bongo sem heitir Carlos og við hittum hann alltaf þegar við fórum í bæinn að djamma og hann gaf okkur afslátt í bæði skiptin sem við fórum á Coco Bongo!


Dansa uppá sviði á Coco Bongo!! Hér erum við með Carlos sem vinnur á Coco bongo!

MC DONALDS<3 MANDALA LOVE MANDALA HAMINGJA


Við gerðum reyndar margt sem maður myndi ekki endilega búast við að gera í útskriftarferð, en það var hægt að skrá sig í alls konar ferðir og ég mæli með að allir sem fara í þessa ferð velji sér allavega tvær ferðir til þess að fara í, ekki bara hanga á hótelinu og fara á djammið. Þessar ferðir voru svo skemmtilegar og það var svo margt í boði eins og fallhlífastökk, synda með hákörlum, snorkla og sjá skjaldbökur, labba upp á píramíta, zipline yfir vatn inní skógi, fjórhjólaferðir og margt fleira! Við stelpurnar völdum að fara í píramíta ferðina sem innihélt einnig hjólaferð í gegnum skóginn að píramítanum, mat hjá fólki sem býr í skóginum, zipline yfir vatn, hoppa í vatnið, slökun í hengirúmum í skóginum og þetta var sturlað!! Við upplifðum svo mikla Mexíkóska menningu sem er líka svo magnað við það að ferðast!

Bestu vinkonur uppá píramíta Eitt af milljón hlátursköstunum

Í matarboði hjá heimamönnum Píramítinn sem við fórum uppá


Svo völdum við aðra ferð þar sem við byrjuðum á því að snorkla og leita að skjaldbökum, ég komst að því að ég er ekki mjög góð í að snorkla og ég fékk svo mikla innilokunarkennd útaf gleraugunum að ég ældi í sjóinn, mér og stelpunum fannst það svo fyndið að ég pissaði í mig og var svo bjargað með björgunarhring og ég sat bara í bátnum það sem eftir var og sá því miður enga skjaldböku hahahah. Eftir snorklið fórum við í hellaferð, við fórum lengst inní skóg og þar var hellir sem var ótrúlega fallegur! Við fórum svo að synda í vatni sem var inní hellinum og það var eitt það fallegasta sem ég hef séð.

Ég mæli eindregið með að fara í svona aukaferðir sem eru í boði vegna þess að þetta eru tækifæri sem maður fær kannski ekki aftur!


Misheppnaða skjaldbökuskoðunin mín

Fallegi hellirinn


Við fórum líka í bátsferð einn daginn, þar var boðið uppá drykki og við fengum að ráða tónlistinni sem var mjög gaman og mörg íslensk lög spiluð vegna þess að við vorum bara íslendingar á þessum bát. Sjórinn var svoooo blár og fallegur og við fengum að hoppa í sjóinn áður en við komum að eyju sem heitir Isla de Murjes og er sannkölluð paradísareyja! Við eyddum deginum á þessari yndislegu eyju og svo sigldum við aftur í land.Síðasta kvöldið okkar fórum við á karokee bar og sungum nokkur lög og grétum yfir því að þetta ævintýri væri á enda :(Ég eignaðist fullt af vinum sem ég mun alltaf eiga og ég kynntist einnig kærastanum mínum þarna <3 Við erum búin að vera saman síðan í Mexico og ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst honum og að fá að eyða lífinu með honum!


UNNUR ÁTTI ERFITT MEÐ AÐ SLEPPA TAKINU AF MÉREftir æðislegar tvær vikur í Mexico flugum við aftur til New York og höfðum meiri tíma til að versla og skoða heldur en á leiðinni til Mexico. Það var mjög gott að kúpla sig aðeins niður eftir tvær vikur af endalausu fjöri og við röltum um götur New York og nutum þess að vera til <3

XOXO- Gossip girl


Eins og ég segi þá var þetta það allra skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og ég mæli með fyrir alla að fara til Mexico í útskriftarferð með ferðaskrifstofunni Trans Atlantic, þau eru algjörir fagmenn og gerðu þessa ferð svoo skemmtilega fyrir okkur. Ef þú færð þetta tækifæri þá skaltu grípa það, þú munt aldrei sjá eftir því að fara í þessa ferð!

Ég vona að þér hafi fundist gaman að lesa um ferðina til Mexico! Endilega sendið mér skilaboð um hvernig ykkur fannst þessi bloggfærsla <3
Comments


bottom of page